Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „sam­keppnis­hæf“ starfs­kjör

Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.

Al­vot­ech fær enn ekki grænt ljóst frá FDA fyrir sitt stærsta lyf í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segist ekki geta veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, þar til búið sé að bregðast „með fullnægjandi hætti“ við ábendingum sem FDA gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva en hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hefur lækkað um rúmlega 9 prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA.

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Seðla­banka­stjóri segir þörf á betri upp­lýsingum um gjald­eyris­markaðinn

Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.

Niður­færsla á í­búða­bréfum dró veru­lega niður af­komu VR í fyrra

Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans. 

Arcti­ca hagnaðist um 420 milljónir þrátt fyrir erfiðar markaðs­að­stæður

Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um liðlega 14 prósent á árinu 2022, sem einkenndist af erfiðum markaðsaðstæðum þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu í verði, og námu samtals 1.222 milljónum króna. Þá jókst hagnaður verðbréfafyrirtækisins talsvert á milli ára og var afkoman sú næst besta í sögu þess.

Verð­bólgu­á­lagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxta­hækkana

Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Ís­lensk fé­lög með innlán upp á hundruð milljóna í SVB þegar bankinn féll

Nokkur íslensk fyrirtæki áttu innistæður, sem námu að lágmarki nokkur hundruðum milljóna króna, í Silicon Valley Bank (SVB) þegar bankinn varð gjaldþrota fyrr í þessum mánuði. Miklar hræringar á alþjóðlegum bankamarkaði hafa orðið til þess að íslensk fyrirtæki hafa flutt gjaldeyrisinnistæður frá erlendum bönkum yfir til íslensku bankanna á undanförnum dögum og vikum. 

Sjá meira