Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11.1.2024 15:31
Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10.1.2024 16:28
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10.1.2024 13:41
Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. 10.1.2024 12:08
Svartstakkarnir herða tökin Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur stöðu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, vera óbærilega. 10.1.2024 11:04
Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. 9.1.2024 17:21
Sala á Degi einhleypra hrynur Neytendur horfðu lítið sem ekkert til Dags einhleypra (e. Singles Day) þegar þeir versluðu jólagjafir þetta árið. 9.1.2024 15:54
Segir frumvarp Svandísar svik við þjóðina Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og varaþingmaður Flokks fólksins, er ómyrkur í máli um nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um sjávarútveg. 8.1.2024 13:26
Ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. 7.1.2024 09:01
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6.1.2024 09:00