„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 13:04 Bjarni svaraði fyrirspurn Þórunnar og sagði Ísland hafa gert miklu meira en önnur ríki til þess að ná út af Gasa þeim sem hefðu dvalarleyfi hér á landi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. „Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira