Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. 23.7.2024 16:43
Ávarpar þjóðina á morgun Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19. 23.7.2024 16:04
Selenskí tilbúinn að vinna með Trump Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum. 18.7.2024 23:52
Fyrsta ræða Trumps eftir banatilræðið Landsfundur Repúblikana stendur nú yfir í Milwaukee í Wisconsin, og mikil spenna er í loftinu fyrir ræðu Donalds Trumps sem hann skrifaði upp á nýtt eftir banatilræðið. Búist er við því að ræðan hefjist um klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. 18.7.2024 23:07
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18.7.2024 22:08
Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. 18.7.2024 21:06
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18.7.2024 20:13
Uppgötvuðu nýja köngulóartegund og nefndu eftir Vigdísi Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands. 18.7.2024 18:31
Hitnar undir Biden, sóðaskapur í skógum og skátar í beinni Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka. Háttsettir demókratar segja útilokað að hann sigri Trump sem er á siglingu í könnunum. 18.7.2024 18:25