Lögregluaðgerð á veitingastað í miðbænum Lögregla er að störfum við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn vegfaranda var einn leiddur út af staðnum í járnum. 13.6.2024 12:06
Kristján Andrésson gengur til liðs við Arion banka Kristján Andrésson hefur tekið við starfi forstöðumanns rekstrar- og sjálfbærniáhættu hjá Arion banka. 13.6.2024 11:28
Sót yfir allri íbúðinni þegar hún kom heim frá útlöndum Jóhanna Kristín Kristinsdóttir var erlendis á föstudaginn þegar eldur kviknaði á fyrstu hæð í blokkinni hennar að Kóngsbakka 1. Hún kom heim í gær og birti myndbönd á Instagram sem sýndu mikið sót sem hafði lagst yfir alla íbúðina. 13.6.2024 11:23
Svæðinu við Dettifoss lokað vegna færðar Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs. 13.6.2024 10:14
Einn af hverjum fjórum tók ákvörðun á kjördegi Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní. 12.6.2024 16:34
Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. 12.6.2024 15:39
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12.6.2024 15:08
Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. 12.6.2024 11:40
Áhöfnum tveggja skipa Þorbjarnar sagt upp Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið. 11.6.2024 16:12
Senda fólk inn úr sólinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga haft eftirlit með veitingastöðum og kannað sérstaklega hvort umræddir staðir hafi leyfi til útiveitinga, en pottur virðist víða brotinn í þeim efnum. Gestum veitingastaða hefur víða verið vísað inn af útisvæði veitingastaða sem ekki hafa tilskilin leyfi til veitinga utandyra. 11.6.2024 15:30