Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nauðgunar­mál Finns ekki fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti.

Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt

Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi?

Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það.

Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva

Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti.

„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað.

María Rut snýr aftur til Þorgerðar

María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár.

Sjá meira