Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Musk styður Trump

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

Grunaður á­rásar­maður hét Thomas Matthew Crooks

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Búið að bjóða í Skagann 3X

Formlegt tilboð barst í þrotibú Skagans 3X í gærkvöldi. Þetta staðfestir Helgi Jóhannesson skiptastjóri í þrotabúsins í samtali við fréttastofu, en Skessuhorn greindi fyrst frá.

Lög­regla látin skila milljónum sem dómurinn telur lík­lega illa fengið fé

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti.

Felldi tár þegar málinu var vísað frá

Máli á hendur bandaríska leikaranum Alec Baldwin, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni en lauk í gærkvöldi þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum.

Slags­mál reyndust hnefaleikaæfingar að nóttu

Lögreglunni var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi rétt eftir miðnætti í nótt. Sá sem tilkynnti sagði að menn væru berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þrír menn væru að æfa sig í hnefaleikum.

Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki

Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í.

Klessti bíl og eig­andinn kom í jakka einum fata á vett­vang

Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum.

Sjá meira