Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 11.12.2022 18:20
Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11.12.2022 10:30
Synt í kringum einiberjarunn í Þingvallavatni Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. 10.12.2022 22:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í dag hefur verið fundað stíft í Karphúsinu í kjaradeilu VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins. Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann síðdegis og viðræður virðast á viðkvæmu stigi. Við verðum í beinni úr Borgartúni og ræðum við ríkissáttasemjara um stöðuna. 10.12.2022 18:16
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðist hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Við ræðum við deiluaðila í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 10.12.2022 11:34
Ganga gapandi inn í Eldborg Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum. 9.12.2022 12:23
„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. 9.12.2022 09:01
Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. 8.12.2022 22:00
Þetta eru merkustu sigrar ársins Við erum mætt aftur, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, með ítarlega yfirferð yfir árið 2022. Það gerðist allskonar, eins og við munum, en við byrjum hér: á fólkinu sem varð ofan á. Sigurvegurum ársins, í sem víðasta skilningi orðsins. 1.12.2022 07:01
Ótrúlegar niðurstöður á augnabliki Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð. 30.11.2022 10:01