Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu

Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 

Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af

Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið.

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“

Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Fangelsi verði ekki heljarvist

Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu.

Sjá meira