Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. 1.10.2024 08:17
Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. 1.10.2024 07:22
Halda styrktartónleika fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar Stór hópur listamanna á Akureyri heldur styrktartónleika fyrir aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru haldnir næsta miðvikudag, 2. október, klukkan 20. Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir á tónleikunum. 30.9.2024 13:15
Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. 30.9.2024 12:52
Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30.9.2024 10:59
Helga Mogensen látin Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. 30.9.2024 09:13
Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðlilegt pláss í Reykjavík Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 30.9.2024 09:04
Færri ánægðir með Höllu en Guðna og Ólaf Ragnar Alls eru 45 prósent ánægð með störf forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í september. Nærri jafn hátt hlutfall er hvorki ánægt né óánægt og um tíu prósent eru óánægð. Hlutfall sem var ánægt með Guðna Th. Jóhannesson á sama tíma þegar hann tók við embætti var 71 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt var um ánægju með forseta Íslands. 27.9.2024 09:22
Ekkert gert til að gera nikótínpúða jafn óaðlaðandi og sígarettur Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag. 27.9.2024 07:00
Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26.9.2024 23:09