Treystir því að Íslendingar geti klæðst öðru en svörtu Hin árlega FO-herferð UN Women á Íslandi fer formlega af stað föstudaginn 30. ágúst. FO-húfan 2024 var hönnuð í samstarfi við fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttur sem hannar undir merkjunum Helicopter og BAHNS og tekur hún einnig þátt í herferðinni. 28.8.2024 20:02
Tíðindi í nýrri könnun, neyðarkassi og hundahlaup í beinni Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í hana og fáum viðbrögð frá hástökkvara. 28.8.2024 18:16
Hafnar því að nokkuð saknæmt sé í greininni um MAST Ester Hilmarsdóttir hafnar því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar um „glyðrugang eftirlitsstofnana“ en forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn hennar hafa kært ummælin til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Greint var frá því fyrr í dag. 28.8.2024 17:44
Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár. 28.8.2024 16:47
Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast. 28.8.2024 16:00
Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27.8.2024 15:10
Þyrlusveitin kölluð til fjórum sinnum síðasta sólarhringinn Þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar hafa sinnt fjórum útköllum síðasta sólarhringinn ofan á það að hafa sinnt viðbragði við Breiðamerkurjökli í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrlusveitina hafa sinnt sjúkraflugi vegna bráðra veikinda á Hvammstanga, Hornbjargi og Grundarfirði og svo á skemmtiferðaskipi sem var um 150 sjómílur norður af Ísafirði. 27.8.2024 11:20
Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. 27.8.2024 09:09
Gervigreindin planaði sumarfrí fjölskyldunnar Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans. 27.8.2024 06:48
Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. 26.8.2024 15:23