Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þriðja barn Zucker­berg og Chan komið í heiminn

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017. 

Tatjana áfram formaður

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Þá voru tvær nýjar stjórnarkonur kjörnar í stjórn félagsins. Á fundinum voru einnig gerðar tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda.

Löngu hætt að leita að ástinni

Bandaríska leikkonan Diane Keaton hefur engan áhuga á stefnumótum og sér ekki fram á að hún fari aftur í samband á ævi sinni. Keaton hefur aldrei verið gift og liðin eru fimmtán ár síðan hún fór síðast á stefnumót.

446 milljóna hagnaður í fyrra

Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir.

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Selenskí þakklátur Íslandi

Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis.

Sverrir Scheving nýr deildarstjóri Advania

Sverrir Scheving Thorsteinsson er nýr deildarstjóri rafrænna viðskipta og skólalausna Advania. Hann mun leiða þróun á stafrænum skólalausnum fyrirtækisins og þróun á lausnum sem snúa að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að stunda rafræn viðskipti.

Myllan mögulega mætt í mæjónesið

Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári.

Stað­fest að brakið og líkams­leifarnar séu úr bana­slysinu

Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag.

Sjá meira