Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10.11.2023 22:33
„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. 10.11.2023 22:16
Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. 10.11.2023 21:56
Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10.11.2023 17:32
„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“ Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. 10.11.2023 15:58
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10.11.2023 10:58
Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9.11.2023 14:56
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9.11.2023 12:09
Einstakt stefnumót tunglsins og Venusar Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, eiga stefnumót nú í morgunsárið sem myndar einstaklega fallegt sjónarspil. 9.11.2023 08:36
„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. 7.11.2023 23:21