Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19.12.2022 13:16
Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. 16.12.2022 15:32
„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13.12.2022 15:21
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13.12.2022 13:49
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12.12.2022 15:23
„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag. 8.12.2022 11:52
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7.12.2022 13:27
„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. 6.12.2022 16:17
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6.12.2022 13:11
Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. 5.12.2022 15:37