Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“

Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð.

Funda hver fyrir sig í dag og hittast svo á ný á morgun

Fundi Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna og Samtaka atvinnulífsins sem var á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í dag hefur verið frestað til morguns. Ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að hann telji tíma samningsaðila betur verið í vinnu með sínu baklandi en að þeir komi síðan aftur saman til fundar hjá sáttasemjara á morgun.

Rétturinn til að gleymast ekki algildur

Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google.

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan

Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.

Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf

„Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju.

Til­laga Ís­lands og Þýska­land sam­þykkt af mann­réttinda­ráði SÞ

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Íslands og Þýskalands um að sett verði á fót sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til ábyrgðar sem ofsótt hafa friðsama mótmælendur í Íran undanfarnar vikur.

Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ

Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran.

Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá.

Þor­björg segir „innan­hús­met í með­virkni“ hafa fallið á Al­þingi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar.

Sjá meira