Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur

Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi.

„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 

Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn

Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel.

Uppistand um kjaramál merki um hærri aldur

Sjötta árið í röð gerir uppistandarinn Ari Eldjárn upp árið í sýningu sinni áramótaskop í Háskólabíói. Á næstu tveimur vikunum sýnir hann tólf sinnum. Burðarstykki í sýningunni fjallar um kjaramál sem Ari segir merki um að hann sé að eldast.

„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“

„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum.

Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. 

Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk

Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu.

Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári

Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. 

Sjá meira