Grá Esja minnti á að veturinn nálgast Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar. 18.9.2021 14:06
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18.9.2021 12:18
Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. 17.9.2021 20:01
Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. 17.9.2021 09:29
Nýjar takmarkanir fá misjafnar viðtökur: Menntskælingar í skýjunum en hárgreiðslumenn brjálaðir Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll. 14.9.2021 19:27
Hefði viljað ganga lengra í dag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu. 14.9.2021 13:29
Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu. 13.9.2021 20:30
500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. 13.9.2021 18:31
Vill slaka á eins og mögulegt er með mið af fyrri bylgjum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær. 13.9.2021 12:55
Ekki kunnugt um nýja reglugerð og veiddu á bannsvæði Skipi í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar var í gær gert að hætta veiðum og snúa til hafnar frá svæði þar sem bannað var að veiða með botnvörpu. Skipstjórinn segir að sér hafi ekki verið kunnugt um bannið. 8.9.2021 15:52