Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. 22.8.2021 18:29
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22.8.2021 00:00
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21.8.2021 23:16
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21.8.2021 23:14
Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. 21.8.2021 22:26
Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meiðyrðamál gegn Harry og Meghan Elísabet Englandsdrottning hefur skipað starfsmönnum hallarinnar að hefja undirbúning á málaferlum við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle. Hún hefur fengið nóg af ummælum þeirra um sig og konungsfjölskylduna í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs þar sem hjónin búa nú. 21.8.2021 21:32
Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. 21.8.2021 20:33
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21.8.2021 19:14
Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. 21.8.2021 07:00
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20.8.2021 23:36