Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum. 20.8.2021 21:51
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20.8.2021 20:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20.8.2021 18:50
Misskildi grímuskyldu á fundi með viðbragðsaðilum Það er ekkert gaman að taka sig of alvarlega, að mati Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahúsa Rauða krossins. Það var því ekki leiðinlegt hjá honum í morgun á fundi sínum með Almannavörnum, sóttvarnalækni, ráðuneytum, landspítalanum og fleirum en Gylfi mætti á hann glæddur grímubúningi. 20.8.2021 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20.8.2021 18:01
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19.8.2021 20:17
Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. 19.8.2021 14:58
Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringulreið á flugvellinum Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé vel hugsanlegt að bandarískir hermenn verði lengur í Afganistan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Bandaríkjamönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringulreið á flugvellinum í Kabúl síðasta mánudag. 19.8.2021 00:01
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18.8.2021 23:16
Leikskóla lokað út vikuna og allir í sóttkví Allir nemendur og kennarar á leikskólanum á Seyðisfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánudag. Leikskólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánudag þegar sóttkvínni lýkur. 18.8.2021 21:38