Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 en hann telur grímuskyldu komna til að vera. 

Hefur á­hyggjur af stolnum byssum

Vil­hjálmi Árna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðar­legri aukningu í inn­flutningi á sjálf­virkum skot­vopnum til landsins. Hann telur þó ekki að lands­menn þurfi að hafa á­hyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virki­legt á­hyggju­efni að þessi vopn geti komist í rangar hendur.

Ó­á­nægja með skeiðar og rör úr pappa

Nokkurrar ó­­á­­nægju virðist gæta meðal neyt­enda með nýjar pappa­­skeiðar og pappa­r­ör sem hafa komið í stað ein­­nota plastá­halda. Markaðs­­stjóri MS segir fleiri breytingar væntan­­legar á næstunni til að minnka plast í um­­búðum.

Fjórðungur lands­manna kominn með Co­vid-kvíða

Kvíði lands­manna hefur aukist mikið sam­hliða vexti far­aldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Co­vid-19. Bið­listar eftir sál­fræði­að­stoð hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú.

Hissa á stór­furðu­legum leið­beiningum frá danska Co­vid-teyminu

Ungt ís­lenskt par, sem er ný­flutt til Kaup­manna­hafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfs­maður danska Co­vid-teymisins til­kynnti þeim að vegna þess að þau væru bólu­sett þyrftu þau alls ekki að fara í ein­angrun. Þau gætu val­sað um götur Kaup­manna­hafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir al­gjöra til­viljun var þetta leið­rétt af öðrum starfs­manni teymisins og þeim sagt að fara í ein­angrun.

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi

Aldrei hafa fleiri verið í ein­angrun smitaðir af Co­vid-19 á Ís­landi og ein­mitt í dag. Alls eru 1.304 í ein­angrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í ein­angrun þegar fyrri bylgjur far­aldursins náðu sínum há­punkti.

Aðrir en skóla­­starfs­­menn geta ekki mætt í bólu­­setningu strax

Bólu­setningar með örvunar­skammti frá Pfizer fyrir kennara og starfs­menn skóla sem fengu Jans­sen bólu­efnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bólu­efni Jans­sen geta ekki freistað þess að mæta í auka­skammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar.

Sig­mundur Ernir er nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins

Sig­mundur Ernir Rúnars­son hefur verið ráðinn nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins og aðal­rit­stjóri út­gáfu­fé­lagsins Torgs ehf., sem rekur Frétta­blaðið, DV, Markaðinn og Hring­braut. Hann tekur við aðf Jóni Þóris­syni sem hefur starfað sem rit­stjóri frá haustinu 2019.

Sjá meira