Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði

Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á.

Gameveran í sumargír

Það verður sumarstemning hjá Gameverunni í streymi kvöldsins. Þetta er lokastreymi hennar fyrir sumarfrí en hún fær Fuglaflensu og Óðinn í heimsókn og ætla þau meðal annars að gefa áhorfendum glaðninga.

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar

Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa er skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á önnur börn í grunnskólum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann.

Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud

Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran.

Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi

Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus.

„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum.

Sjá meira