Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 20:44 Reykur yfir Kænugarði í kvöld. Getty/Muhammed Enes Yildirim Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á. Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55