Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar þeirra skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd.

Lygna þing­manninum sparkað af þingi

Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að víkja Repúblikananum George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ af þingi. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu.

Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári

Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð.

Margir nýliðar tilnefndir til Kraumsverðlauna

Tuttugu hljómsveitir og listamenn hafa verið tilnefndir til Kraumsverðlauna, sem eru árleg verðlaun á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði.

Fyrsta stikla Furiosa: A Mad Max Saga

Fyrsta stikla kvikmyndarinnar Furiosa: A Mad Max Saga hefur verið birt. Myndin er formáli Mad Max: Fury Road, og er einnig leikstýrt af George Miller. Væntingarnar fyrir Furiosa eru miklar, þar sem Fury Road frá 2015 er af mörgum talinn meðal heimsins bestu mynda.

Vilja auka lög­mæti rann­sóknarinnar á Biden

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti.

Dælan í fullum gangi

Strákarnir í Dælunni ætla að verja kvöldinu í Fortnite, þar sem þeir munu skjóta mann og annan og berjast fyrir sigri. 

Banna réttinda­bar­áttu hin­segin fólks

Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi.

Japanar vilja kyrr­setja her­flug­vélar eftir slys

Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag.

Sjá meira