Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. 13.11.2024 11:43
Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. 12.11.2024 16:46
Ödegaard strax aftur heim Fyrirliðinn Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í leikjunum við Slóveníu og Kasakstan, í Þjóðadeildinni í fótbolta á næstu dögum. 12.11.2024 15:17
Damir á leið til Asíu Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. 12.11.2024 13:54
Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Craig Pedersen hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir leikina tvo við Ítalíu í undankeppni EM, 22. og 25. nóvember. Liðið þarf að spjara sig án Martins Hermannssonar sem er meiddur. 12.11.2024 13:03
„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12.11.2024 11:33
Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. 11.11.2024 16:45
Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. 11.11.2024 15:15
Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Arnardóttir eiga möguleika á að vinna til einstaklingsverðlauna á lokahófi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn. 11.11.2024 14:27
Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. 11.11.2024 13:47