Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur

Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær.

Land­ris geti leitt til lengra goss

Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 

Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til fram­búðar

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 

Heiðin lík­lega lokuð til morguns

Búið er að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð um heiðina fyrr en í fyrramálið. 

Nýtt mynd­band af Katrínu vekur at­hygli

Myndband af Katrínu Middleton prinsessu af Wales og Vilhjálmi bretaprins að spóka sig á sveitabýli í Windsor hefur vakið athygli á netmiðlum. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun var myndbandið tekið upp síðasta laugardag, þegar hún er sögð hafa sést meðal almennings. 

„Þetta er að verða komið gott“

Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 

Sjá meira