Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:22 Bakgarðurinn var fullur af stuðningsfólki sem hrópaði húrra fyrir Höllu. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira