Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. 28.10.2022 13:01
Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland. 27.10.2022 13:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26.10.2022 18:01
Mótmælt í Hörpu: Sólveig Anna sögð grafa undan erlendum konum á vinnumarkaði Hópur erlendra kvenna mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur á jafnréttisþingi í morgun og gekk út undir ræðu hennar. Þær segja hana seka um að grafa undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gefa henni rauða spjalið. 26.10.2022 14:24
Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. 26.10.2022 13:00
Nokkrir dagar í Íslandsbankaskýrslu Umsagnarfrestur um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka rennur út í dag og nokkrir dagar eru væntanlega í birtingu. 25.10.2022 15:18
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. 24.10.2022 18:00
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13.10.2022 13:44
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12.10.2022 11:53
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6.10.2022 12:30