Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg

Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk.

Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti

Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin.

Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja

Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air.

Sergio Marchionne látinn

Goðsögn úr bílaiðnaðinum sem keyrði í gegn samruna Fiat og Chrysler eftir gjaldþrot Chrysler árið 2009 lést Zurich í Sviss eftir að hafa glímt við fylgikvilla skurðaðgerðar.

Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M

Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni.

Leikrit um fall Lehman Brothers í leikstjórn Sam Mendes frumsýnt í Lundúnum

Hinn 15. september næstkomandi verða tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans sem markaði hið raunverulega upphaf alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Í næstu viku verður leikritið The Lehman Trilogy í leikstjórn óskarsverðlaunahafans Sam Mendes frumsýnt á sviði í London's National Theatre.

Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit

Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni.

Sjá meira