Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26.6.2018 15:00
Arnór hefur aldrei misst trú á peningastefnunni Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem lætur af embætti næstkomandi föstudag, segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnu með verðbólgumarkmiði þótt hann hafi rætt opinskátt um kosti þess að fara í myntsamstarf á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið. 25.6.2018 15:15
Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22.6.2018 12:15
Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður. 21.6.2018 15:00
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21.6.2018 11:37
RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20.6.2018 18:30
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20.6.2018 17:00
Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18.6.2018 16:15
Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18.6.2018 15:45
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18.6.2018 11:45