Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Arnór hefur aldrei misst trú á peningastefnunni

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem lætur af embætti næstkomandi föstudag, segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnu með verðbólgumarkmiði þótt hann hafi rætt opinskátt um kosti þess að fara í myntsamstarf á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið.

Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt

Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður.

Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi.

RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli

Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum.

Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði

Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM.

Sjá meira