Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 16:30 City, fjármálahverfið í Lundúnum. Vísir/EPA Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira