Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands

Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug.

Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna

Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn.

Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu.

Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga

Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans.

Sjá meira