Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15.6.2018 16:30
Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15.6.2018 11:44
Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn. 13.6.2018 21:30
Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13.6.2018 14:30
Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. 12.6.2018 19:00
Facebook vill ekki ræða launamun kynjanna Natasha Lamb, sem stýrir sjóði sem er hluthafi í Facebook, fær ekki áheyrn hjá stjórnendum fyrirtækisins því hún er ekki nógu "kurteis.“ 12.6.2018 11:45
Tryggð við evruna ýtir upp eftirspurn eftir ítölskum ríkisskuldabréfum Yfirlýsing frá nýjum fjármálaráðherra Ítalíu um að Ítalir muni halda tryggð við evruna og gera allt til að verja fjármálastöðugleika hefur ýtt undir eftirspurn eftir ítölskum ríkisskuldabréfum og lækkað ávöxtunarkröfu um hálft prósentustig. 11.6.2018 16:00
Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. 8.6.2018 18:30
American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. 7.6.2018 19:30
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7.6.2018 12:30