Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6.12.2017 18:45
Ríkissaksóknari telur álitamál hvort dómarar hafi verið hæfir Ríkissaksóknari telur að álitamál séu um hvort tveir dómarar hafi verið hæfir til að dæma í máli fyrrverandi stjórnenda Landsbankans vegna hlutabréfaeignar þeirra í bankanum. Þetta kemur fram í viðbrögðum hans við erindi endurupptökunefndar. 5.12.2017 20:00
Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. 5.12.2017 19:15
Segir kunningsskap ráða för við skipan dómara Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um það sem hann telur aflaga hafa farið í starfsemi Hæstaréttar Íslands í nýrri bók sinni, Með lognið í fangið, en Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár og lét af embætti árið 2012. 4.12.2017 22:54
Enginn árangur á samningafundi Theresu May í dag Frekari tafir verða á viðræðum um fríverslun eftir Brexit. 4.12.2017 22:45
„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmálnum 2.12.2017 18:45
Skynsamlegt val Ein af stærstu áskorunum samfélagsins á 21. öldinni verður að takast á við umhverfisvandamál eins og hækkandi hitastig jarðarinnar og súrnun sjávar og heilbrigðisvandamál sem rekja má til lífsstílstengdra sjúkdóma. 30.11.2017 11:00
Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26.11.2017 21:00
Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. 21.11.2017 18:45
Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20.11.2017 19:00