Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjartur lifir

Ef lögmál framboðs og eftirspurnar gilti um sauðfjárrækt hér á landi sætu bændur ekki uppi með tvö þúsund tonna birgðir af kindakjöti.

Gegn hnignun

Miðað við þá erfiðleika sem fyrstu kynslóðir Íslendinga bjuggu við og það vonleysi sem blasti við þeim vegna náttúruvár og ýmissa áfalla er merkilegt að hér á landi hafi byggst upp og þrifist samfélag.

Að misþyrma tungumálinu

Þegar ákveðnar starfsstéttir nota tiltekin orð í opinberri útgáfu sem eru aðeins notuð af fulltrúum stéttarinnar eru þær í reynd að ýta undir menningarlegan ójöfnuð með því að styrkja eigin stöðu og skapa um leið gjá milli sín og almennings.

Tvær þjóðir

Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingarmyndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélagshópa.

„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“

Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti.

Vafin í bómull

Fulltrúar þeirra kynslóða sem fæddust um og eftir seinna stríð og stunduðu íþróttir segja hendingu hafa ráðið því að foreldrar mættu á kappleiki til að styðja börn sín til dáða.

Sóttvarnalæknir sendi út tilmæli til lækna vegna saurmengunar í Faxaskjóli

Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar.

Sjá meira