Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þagað um mengun

Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks.

Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni.

Sala bankanna

Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.

Gegn einsleitni

Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku.

Ég samfélagið

Tölfræðileg gögn og niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að manneskjan verður sjálfhverfari og sjálfmiðaðri með tímanum.

Íslenska viðskiptaelítan býr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi

Vísbendingar eru um að elítur séu til staðar í íslensku samfélagi og ennfremur að þær séu styrkjast og ójöfnuður að aukast. Þetta eru niðurstöður rannsóknar fjögurra íslenskra fræðimanna. Einsleitni í búsetu, mæld í póstnúmerum, er sterk en fulltrúar elítunnar búa einkum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Déjà vu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran forgang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóðurinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagnrýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði.

Sjá meira