Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sex­tán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu.

Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Lands­rétti

Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi.

Gera kvikmynd úr bók Arnaldar

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999.

„Þjóðar­klapp“ til heiðurs kafteini Tom Moor­e

Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um morðið á íslenskri konu búsettri í Danmörku. Eiginmaður konunnar hefur játað á sig glæpinn en þau höfðu slitið samvistum.

Borgarstjórn fordæmir árásir

Borgarstjórn hefur set frá sér samhljóða ályktun í kvöld vegna skotárása sem fjallað hefur verið um síðustu daga. Þær hafa beinst að höfuðstöðvum stjórnmálaflokka en ein slík hefur beinst að bíl borgarstjóra.

Fordæmir dóminn yfir Navalní

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð.

Sjá meira