Sextán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 22:32 Héraðsdómur Vestfjarða taldi sveitarfélagið bera ábyrgð. Mynd/Bæjarins besta Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu. Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón. Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Umrætt atvik áttu sér stað 13. október 2014. Konan vann þá í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Kvaðst konan byggja á því að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún varð fyrir varanlegu andlegu tjóni. Sveitarfélagið mótmælti þessari atvikalýsingu. Sveitarfélagið hafnaði bótaábyrgð og byggði meðal annars á því að það hafi ekki fengið tilkynningu um atvikið fyrr en tæpu ári eftir að atvikið átti sér stað, eða í september 2015. Þá hafi Sjúkratryggingum og Vinnueftirlitinu sömuleiðis verið tilkynnt um atvikið. Konan byggði kröfur sínar á hendur sveitarfélaginu á ákvæði í kjarasamningi milli Samflots, stéttarfélags hennar, og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var kveðið á um að líkamstjón af hendi skjólstæðings sveitarfélaga, sem geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á eigin gjörðum, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Dómari taldi þá að gögn málsins, ásamt framburði vitna fyrir dómi, renna stoðum undir málatilbúnað konunnar og þær fullyrðingar að andlegt tjón hennar mætti rekja til árásarinnar árið 2014. Voru konunni því dæmdar bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón, auk þess sem sveitarfélaginu var gert að greiða málskostnað upp á tæplega tvær og hálfa milljón.
Dómsmál Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tryggingar Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira