Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13.1.2023 21:07
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13.1.2023 20:44
Yfirgengilegur hugtakaruglingur að kalla þrettándaskessuna ofbeldishótun Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær. 13.1.2023 19:26
Tesla lækkar verð um 20 prósent: Hlakkar í sumum á meðan aðrir steyta hnefa Tesla lækkaði verð á bifreiðum sínum verulega í dag. Á Íslandi hefur verðið lækkað um allt að tuttugu prósent. Sumir telja sig svikna en aðrir taka verðlækkuninni fagnandi. 13.1.2023 19:03
Kostnaður við þjóðarhöll rúmir 14 milljarðar Talið er að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert er að höllin verði nítján þúsund fermetrar og taki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025. 13.1.2023 18:13
Hugbúnaður kom upp um tímaþjófnað í fjarvinnu Kanadískri konu hefur verið gert að endurgreiða vinnuveitanda sínum fyrir tímaþjófnað. Konan hafði skrifað á sig of marga vinnutíma í heimavinnu en upp komst upp athæfið með hjálp tölvuhugbúnaðar. 12.1.2023 23:12
Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12.1.2023 21:22
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12.1.2023 19:50
Reyndi að svíkja út vörur með fölsuðum pappírum Lögreglu barst tilkynning fyrr í dag um mann sem reyndi að svíkja út vörur hjá fyrirtæki í Kópavogi með fölsuðum pappírum. 12.1.2023 18:52
Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. 12.1.2023 18:37