Fréttir

Fréttamynd

Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi

Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Chevron

Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

14 fórust í óveðri í Flórída

Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum.

Erlent
Fréttamynd

Ölvun á framhaldsskólaböllum

Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt?

Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna.

Innlent
Fréttamynd

Bardagar geysa í Ramadi

Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé

Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar.

Erlent
Fréttamynd

Áhrifaleysi Seðlabankans vex

Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo

Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir.

Erlent
Fréttamynd

Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext

Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant

Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannasamtök undrast skipan ráðherra

Þing norrænu blaðamannasamtakanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bréf vegna skipunar fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum. Að sögn Örnu Schram formanni Blaðamannafélags Íslands tilnefndi félagið tvo aðila að beiðni ráðuneytisins í stjórnina. Menntamálaráðherra skipaði hins vegar aðra aðila í stjórn skólans.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi tvo menn á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna. Annar maðurinn fékk úrskurð um gæsluvarðhald til fostudagsins 9. febrúar og hinn til þriðjudagsins 6. febrúar. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins en gefur ekki frekari upplýsingar á þessu stigi.

Innlent
Fréttamynd

Netsímaþjónusta í fyrsta sinn hérlendis

Lággjaldasímafyrirtækið SKO hefur nú slegist í hóp þeirra sem bjóða upp á svokallaða netsímaþjónustu. Netsíminn verður að sögn Ragnhildar Ágústsdóttur framkvæmdastjóra ódýrari valkostur á netsímamarkaði hérl á landi. Með nýju þjónustunni geta viðskiptavinir SKO hringt og tekið á móti símtölum í tölvum og lækkað þannig símkostnað sinn.

Innlent
Fréttamynd

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Eyri Invest

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði tæplega 1,7 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðar árið 2005.Þetta jafngildir því að að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 2,4 milljarða krónur á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Amazon dregst saman um helming

Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki brenna konur lifandi!

Innflytjendum til smábæjar í Quebec í Kanada hefur verið sagt að ekki megi grýta konur til bana á almannafæri, brenna þær lifandi eða skvetta á þær sýru. Þessar óvenjulegu reglur eru birtar á vef bæjarins Herouxville og hafa aukið spennu varðandi umburðarlyndi íbúa gagnvart hefðum og siðum innflytjenda.

Erlent
Fréttamynd

Auglýsingaskilti skelfa Bostonbúa

Lögreglan í Boston handtók í gær tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina, en skiltin þóttu minna á sprengjur. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita, og truflanir urðu á umferð.

Erlent
Fréttamynd

Á 135 á Vesturlandsvegi

Lögregla mældi í nótt ökumann á 135 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á móts við Grafarholt, þar sem hámarkshraði er 80 km. Hans bíða þungar sektir og punktar í ökuferilsskrá. Upp á síðkastið virðist hafa dregið úr hraðakstri bæði á höfuðborgarsvæðinu og um landið allt.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran

Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston

Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum

Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja.

Erlent
Fréttamynd

Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí

Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“

Erlent
Fréttamynd

Stúlkan fundin

Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina.

Innlent
Fréttamynd

45 létust og 150 slösuðust

Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp.

Erlent
Fréttamynd

Handarþjófur handsamaður

Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni.

Erlent
Fréttamynd

Fjármögnuðu ekki Hamas

Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök.

Erlent