Fréttir

Fréttamynd

Árásir gerðar á Mogadishu

Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni.

Erlent
Fréttamynd

Skattur lagður á nagladekk?

Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Kína til Súdan á morgun

Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn

Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd.

Erlent
Fréttamynd

Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur

Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt.

Erlent
Fréttamynd

Kefluðu ungabörn

Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar misréttinu

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera

Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko.

Erlent
Fréttamynd

35 létu lífið í átökum í Kongó

Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál

Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ruglingur að matarverð lækki um 16%

Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Tap fyrir Rússum

Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum

Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum.

Erlent
Fréttamynd

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur.

Innlent
Fréttamynd

3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota

Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stýrivextir hafa verið óbreyttir vestanhafs síðan í júní í fyrra eftir viðvarandi hækkanaskeið. Fréttaveitan Bloomberg segir líkur á að seðlabankinn muni ákveða að halda stýrivöxtunum óbreyttum áfram á næsta vaxtaákvörðunardegi í lok mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vara Írana við afskiptum

Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Capacent kaupir Epinion

Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dell snýr aftur til Dell

Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvurisanum Dell hefur hækkað um 5 prósent á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kjölfar frétta þess efnis að Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, hygðist setjast í forstjórastólinn á nýjan leik. Dell stofnaði fyrirtækið á háskólaárum sínum árið 1984 og var forstjóri fyrirtækisins til 2004 þegar hann gerðist stjórnarformaður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Met slegið í erlendum verðbréfakaupum

Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metár hjá Shell í fyrra

Olíurísinn Shell skilaði 25,36 milljarða bandaríkjadala hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir 1.738 milljörðum íslenskra króna sem er methagnaður í sögu olíufélagsins. Afkoman svarar til þess að Shell hafi hagnast um 201 milljón krónur á hverri klukkustund í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metár hjá OMX-samstæðunni

Norræna kauphallarsamstæðan OMX skilaði 911 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 8,9 milljörðum íslenskra króna. Tilsamanburðar nam hagnaðurinn árið 2005 543 milljónum sænskra króna, eða rúmum 5,3 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri samstæðunnar segir síðasta ár hafa verið að mörgu leyti metár. Samstæðan keypti meðal annars Kauphöll Íslands í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svifryksmengun í Reykjaneshöll óviðunandi

Svifryksmengun í íþróttahöll Reykjanesbæjar er langt yfir heilsuverndarmörkum samkvæmt niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag en þar segir einnig að heilbrigðisyfirvöld hafi ítrekað veitt bæjaryfirvöldum frest til að skila úrbótaáætlun. Síðasti fresturinn rann út í gær en ljóst er að skipta þarf um gervigras.

Innlent
Fréttamynd

Engisprettufaraldur í Mexíkó

Í héruðunum Tabasco og Campenche í Mexíkó geisar nú engisprettufaraldur en gríðarstórir hópar engisprettna hafa undanfarna daga sett uppskeru, búfénað og fólk úr skorðum í héruðunum. Þúsundir hektara af ræktarlandi eru í hættu vegna faraldursins. Á síðasta ári skemmdust hundruð hektara í svipuðum faraldri en umhverfissérfræðingar segja skordýrin koma til svæðisins til að fjölga sér.

Erlent
Fréttamynd

Komst upp úr djúpum pytti

Ungri konu tókst með miklu harðfylgi að komast út úr bíl sínum og ofan úr djúpum pytti, sem bíllinn hafði hafnað ofan í, við Arnarnesveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. Talsvert vatn var í pyttinum, sem bíllinn fór ofan í, og verður reynt að ná honum upp í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir 16 ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára stúlku, Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur. Ekkert er vitað um ferðir hennar síðan á laugardag. Þá er ekki vitað hvaða fatnaði Sigríður klæðist. Lögregla biður þá, sem kynnu að vita eitthvað um ferðir hennar, að láta vita.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár

Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefningar Hagþenkis kynntar

Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í ReykjavíkurAkademíunni var verið að kynna lista 10 framúrskarandi fræðirita sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis árið 2006. Hagþenkir eru félag höfunda fræðirita og kennslugagna og viðurkenningarnar eru:

Innlent
Fréttamynd

Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó

Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Bryndís Shcram fjölmiðlakona sem tók sig til og settist fyrir framan vinnuvélar og stöðvaði þannig vinnu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Mengun verður langt undir mörkum

Verði af stækkun álvers Alcan í Straumsvík verða loftgæði með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs undir öllum mörkum sem sett eru innan sem utan lóðamarka álversins. Þetta kom fram á fundi Samtaka Atvinnulífsins um atvinnulíf og umhverfi sem fram fór í morgun.

Innlent