Fréttir

Fréttamynd

Handtekinn vegna kynferðisbrota

Maður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, grunaður um að hafa áreitt fjórar stúlkur kynferðislega, sitt í hvoru lagi, í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkurnar eru á aldrinum 5-12 ára. Tilkynningar bárust um brotin um miðjan dag í gær og var maðurinn handtekinn síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Megrunartyggjó mögulega á markað

Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða.

Erlent
Fréttamynd

Þrír Íslandsvinir hrepptu verðlaun

Þrír Íslandsvinir hrepptu samtals fjórar styttur þegar Golden Globe verðlaunin voru afhent í Hollywood í gærnótt. Helen Mirren hlaut tvenn verðlaun fyrir leik sinn í tveimur myndum um Englandsdrottningar, Forest Whitaker ein fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin, og Clint Eastwood fyrir erlenda mynd. Það eru erlendir gagnrýnendur og blaðamenn í Hollywood sem veita Gullhnettina á hverju ári og eru þessi verðlaun sögð vísbending um hverjir hafa betur í baráttunni um Óskarsstytturnar í næsta mánuði. Í nótt var breska leikkonan Helen Mirren verðlaunuð fyrir að túlka tvær Elísabetur, það er Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu í sjónvarpsþáttaröð um hana og Elísabetu aðra í myndinni "Drottningin" sem fjallar um dauða Díönu prinsessu af Wales og eftirmála hans. Whitaker mun að mati gagnrýnenda hafa unnið leiksigur með túlkun sinni á Idi Amin í myndinni Síðasti konungur Skotlands. Amin stjórnaði Austur-Afríkuríkinu Úganda með harðri hendi á áttunda áratug síðustu aldar. Besta drama-myndin var valin Babel með þeim Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum. Á Golden Globe verðlaunahátíðinni eru gaman- eða söngvamyndir verðlaunaðar sérstaklega. Besta mynd úr þeim hópi var valin söngvamyndin um Draumastúlkunar. Grínarinn Eddie Murphy er þar í aukahlutverki og var verðlaunaður fyrir. Sacha Baron Cohen var valinn besti aðalleikari í gamanmynd fyrir túlkun sína á kasakska fréttamanninum Borat í samnefndri mynd. Í ræðu sinni þakkaði Cohen öllum þeim Bandaríkjamönnum sem hefðu ekki lögsótt hann vegna myndarinnar. Meryl Streep hreppti hnossið sem aðalleikona í gamanmynd fyrir myndina Djöfullinn klæðist Prada. Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Departed og besta erlenda myndin var Letters from Iwo Jima eftir Clint Eastwood. Besti dramaþátturinn var Læknalíf, eða Greys Anatomy, og besti gamanþátturinn Ljóta Bettý.

Erlent
Fréttamynd

SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag.

Erlent
Fréttamynd

Meint fangaflugvél lenti hér á landi

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Taldi ríkisendurskoðun fylgjast með fjármálum Byrgisins

Ríkisendurskoðun átti að hafa eftirlit með fjármálum Byrgisins að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir að þrátt fyrir svarta skýrslu um fjármál Byrgisins árið 2002 hafi hann talið að eftirlit með félagasamtökunum yrði tryggt með því að gera Byrgið að sjálfseignarstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Draga þarf lærdóm af könnuninni

Læra þarf af könnun sem sýnir að þriðjungur heyrnarlausra hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, að mati talskonu Stígamóta. Hún segir einnig þurfa að athuga með og ná til þeirra sem eru líkamlega og andlega fatlaðir.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja þúsund undirskriftir

Forsvarsmenn íbúasamtaka Breiðholts afhentu borgarstjóra á þriðja þúsund undirskriftir fólks sem er á móti því að gullnáma með spilakössum verði opnuð í Mjóddinni.

Innlent
Fréttamynd

Samhjálp vill aðstöðu og fjármuni

Forstöðumaður Samhjálpar segir að meðferðarheimili þeirra geti ekki tekið við þeim hópi sem leitað hefur til Byrgisins, jafnvel þótt stjórnvöld leggi fé til með fólkinu, bætt aðstaða verði líka að koma til.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc

Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný fréttastöð í Noregi

Norðmenn eignuðust sjónvarpsstöð helgaða fréttaflutningi í gær þegar Nyhetskanalen fór í loftið. Stöðin er á vegum TV 2 sjónvarpsstöðvarinnar og sendir út dagskrá allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Undirbúningur hófst fyrir fjórum mánuðum og stöðin fór svo í loftið á hádegi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Batahorfur ekki sagðar vera góðar

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, er veikari en nokkru sinni fyrr eftir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir. Spænskt dagblað fullyrðir þetta í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair Group gerir 3,5 milljarða leigusamning

Latcharter, lettneskt leiguflugfélag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320 farþegaflugvélum til þriggja ára auk þess sem félagið hefur framlengt leigu á Boeing 767-300ER breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Umfang samninganna nemur rúmlega 3,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússar selja Írönum loftvarnarkerfi

Rússar hafa afhent Írönum loftvarnarkerfi en samkomulag um sölu þess náðist á síðasta ári. Kerfið heitir TOR-M1 og er færanlegt. Það samanstendur af þremur tegundum af færanlegum eldflaugapöllum. Þeir geta fylgst með tveimur skotmörkum í einu og geta unnið sjálfstætt við nær allar aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi

Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

51% kvenna í USA utan hjónabands

Fleiri bandarískar konur búa nú án eiginmanns en með eiginmanni. Sérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem svo sé. Árið 1950 var talan 35% og árið 2000 49% en árið 2005 var talan komin upp í 51%. Þetta kom fram í skýrslu New York Times um bandaríska manntalið sem var tekið árið 2005.

Erlent
Fréttamynd

Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári

Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

11 látnir í Írak í morgun

Sjö manns létust og 24 særðust í sprengjuárás við mosku súnní múslima í miðborg Bagdad í morgun. Einn af þeim sem létust í árásinni var lögreglumaður. Tvær sprengjur sprungu og talið er að seinni sprengjan hafi verið á mótorhjóli. Sú fyrri var falin í bíl sem var búið að leggja við vegarkantinn. Fyrr í dag létust fjórir í sprengjuárás í Karrada hluta Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Skattskylt kókaín

Annað árið í röð hefur Tennessee fylki í Bandaríkjunum grætt meira en eina og hálfa milljón dollara, eða um 106 milljónir íslenskra króna, á eiturlyfjaskatti. Eiturlyfjasalar þurfa að greiða skatt af öllum ólöglegum eiturlyfjum sem þeir eiga en upplýsingar sem verða til þegar þeir borga skattinn er ekki hægt að nota fyrir dómstólum.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri en 34 þúsund létust í Írak á síðasta ári

Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá því í dag að fleiri en 34 þúsund óbreyttir íraskir borgarar hafi látið lífið í Írak á síðasta ári. Tölur látinna fóru þó lækkandi í nóvember og desember samanborið við september og október. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak sagði á fréttamannafundi í morgun að heildartala látinna væri 34.452 og að fleiri en 36 þúsund hefðu særst.

Erlent
Fréttamynd

Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skógareldar í Ástralíu

Miklir eldar hafa geysað í Ástralíu undanfarna daga og hafa þeir valdið rafmagnsleysi víða um suðurhluta landsins. Rafmagnslaust hefur orðið á sjúkrahúsum og á vegakerfum. Talið er að allt að 200.000 manns hafi orðið rafmagnslaus.

Erlent
Fréttamynd

Fórst vegna veðurs

Rannsóknarmenn hafa sagt frá því að flugvélin sem fórst í Indónesíu fyrir tæpum þremur vikum hafi sennilega farist vegna slæmra veðurskilyrða. Segja þeir ekkert benda til þess að sprenging hafi orðið í vélinni. Líklegast er talið að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún lenti í sjónum og að skrokkur hennar hafi síðan gefið sig vegna þrýstings.

Erlent
Fréttamynd

ESB og SÞ fordæma aftökur

Sameinuðu þjóðirnar og leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt aftökurnar á samstarfsmönnum Saddams Hússein en þær fóru fram fyrir tveimur dögum. Annar var hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Íraks en hinn var yfirdómari í tíð Saddams. Þær fengu báðir dóm í sama máli og Saddam var dæmdur til dauða í.

Erlent
Fréttamynd

Skipaárekstur á Ítalíu

Gámaskip og skíðabátur fyrir farþega rákust saman í höfninni við Messina á Ítalíu í gær. Fjórir létust úr áhöfn skíðabátsins og tugir farþega slösuðust og þar af voru fimm í alvarlegu ástandi. Enginn úr flutningaskipinu slasaðist.

Erlent
Fréttamynd

Umræðu frestað á miðnætti

Þriðju umræðu frumvarps menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar þingfundur hafði staðið frá hálftvö um daginn, með hálftíma kvöldmatarhléi. Þar af höfðu þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar talað samtals í sjö tíma.

Innlent
Fréttamynd

Færeyingar íhuga raforkukaup af Íslendingum

Færeyingar íhuga að kaupa raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi til að hita og lýsa híbýli sín og knýja atvinnulífið, í stað þess að nota olíu til þess. Þetta segir Bjarni Djurholm, sem fer með orkumál færeyinga, í viðtali við Jyllands Posten.

Erlent