Fréttir

Fréttamynd

Færeyingar íhuga raforkukaup af Íslendingum

Færeyingar íhuga að kaupa raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi til að hita og lýsa híbýli sín og knýja atvinnulífið, í stað þess að nota olíu til þess. Þetta segir Bjarni Djurholm, sem fer með orkumál færeyinga, í viðtali við Jyllands Posten.

Erlent
Fréttamynd

Rice í Sádi-Arabíu

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hitti í gær konung Sádi Arabíu en Rice er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að fá stuðning við nýlega stefnubreytingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Varasamt athæfi

Brögð eru að því að ungir ökumenn séu að draga aðra unglinga og jafnvel börn á sleðum eða uppblásnum slöngum úr bíldekkjum aftan í bílum sínum. Í sumum tilvikum fari ungu ökumennirnir geyst.

Innlent
Fréttamynd

Leg grædd í konur

Sjúkrahús í New York ætlar sér að framkvæma ígræðslu á legi en slík aðgerð gæti gert konum sem eru með gallað leg kleift að eignast börn. Legin koma frá látnum líffæragjöfum, rétt eins og þegar um er að ræða aðrar líffæraígræðslur.

Erlent
Fréttamynd

Fótbrotnaði á snjóbretti

Fjórtán ára piltur fótbrotnaði þegar hann var að renna sér á snjóbretti á Hólnum svonefnda á Selfossi í gærkvöldi. Hann var fyrst fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi en þaðan á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja fiskdauða í Grundarfirði

Hafrannsóknar-stofnunin vinnur enn að rannsóknum í Grundarfirði eftir fiskdauða í þorskeldi þar. Grunur leikur á að mikið magn af síld í firðinum hafi orsakað súrefnisþurrð en verið er að kortleggja yfir hversu stórt svæði fiskdauðinn náði.

Innlent
Fréttamynd

Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn

Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Gen tengt Alzheimers

Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt.

Erlent
Fréttamynd

Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca

Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innflutningsbann stendur enn

Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman

Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar myndir birtar af aftökum í nótt

Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak

Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Málflutningur í Baugsmáli hafinn í Hæstarétti

Málflutningur vegna sex ákæruliða í fyrra Baugsmálinu stendur nú yfir í Hæstarétti. Er þetta í fyrsta skipti sem ákæruliðirnir fá efnislega meðferð í Hæstarétti en síðast var þeim vísað aftur heim í hérað.

Innlent
Fréttamynd

Abbas, Olmert og Rice funda

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins.

Erlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um Byrgið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins verður birt nú eftir hádegi. Búast má við svartri skýrslu ef miðað er við að Ríkisendurskoðandi þótti ástæða til að stöðva greiðslur til Byrgisins áður en rannsókn lauk.

Innlent
Fréttamynd

Bush játar að hafa gert ástandið verra

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

ESB harmar loftárásir

Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt.

Erlent
Fréttamynd

LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum

Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alþingi kemur saman í dag

Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi og er eitt mál á dagskrá, Það er frumvarpið um Ríkisútvarpið og er búist við löngum umræðum um það. Einnig er talið líklegt að farið verði fram á viðræður um stöðu krónunnar og Evruna. Þingið verður styttra en venjulega, vegna kosninganna í vor.

Innlent
Fréttamynd

Aðalmeðferð Baugsmálsins hafin

Aðalmeðferð Baugsmálsins hófst nú klukkan átta í Hæstarétti. Í málflutningum í dag verða sex af upphaflegu ákæruliðum teknir fyrir en þeir fjalla um meint brot á ársreikningum, tollalögum og skjalafalsákvæðum í almennum hegningarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Norsk-íslenska síldin umdeild

Enn ein samningalotan um skiptingu Norsk-Íslenska síldarstofnsins hefst í dag en Norðmenn vilja sífellt stærri hluta kökunnar. Líkt og í viðræðunum í desember krefjast þeir nú 70 prósenta hlutdeildar í veiðistofninum sem er talsvert hærra hlutfall en þeir höfðu á meðan samkomulag ríkti um veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Óeirðir á Filippseyjum

Óeirðalögreglan á Filippseyjum þurfti í morgun að dreifa úr hundruð mótmælenda í borginni Cebu en þar er leiðtogafundur Austur-Asíuríkja nú haldinn. Mótmælendurnir báru margir hverjir borða með slagorðum gegn Bandaríkjunum og forseta Filippseyja, Gloriu Arroyo, og voru þeir að mótmæla auknum aðgerðum ríkjanna gegn hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Bræla á loðnumiðum

Bræla er á loðnumiðunum fyrir norðaustan land og hafa skipin því lítið getað veitt úr þeim 140 þúsund bráðabirgðakvóta, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Ahmadinejad í Níkvaragúa

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lofaði því í gær að mynda bandalag með vinstri-sinnuðum stjórnvöldum í Suður-Ameríku en hann er nú á ferðalagi þar. Ahmadinejad hitti Daniel Ortega, forseta Níkaragúa, í gær og sagði við það tækifæri að Íran, Níkaragúa, Venesúela og fleiri byltingarlönd ættu að standa saman gegn yfirgangi Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Engin umferðaróhöpp í nótt

Óvenju lítil umferð var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og var ekki tilkynnt um nein umferðaróhöpp. Lögregla rekur litla umferð til þæfings færðar, einkum í íbúðagötum, þar sem ljóst má vera af snjólagi á mörgum bílum að þeir hafi lítið sem ekkert verið hreyfðir um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hálfbróðir Saddams tekinn af lífi

Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússeins, var tekinn af lífi í nótt. Hann var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma Saddams Hússeins. Awad Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari landsins, var einnig tekinn af lífi í nótt. Þeir voru sakfelldir vegna morða á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982 en Saddam var dæmdur til dauða í sama máli.

Erlent
Fréttamynd

300.000 heimili rafmagnslaus

Ekkert lát hefur orðið á kuldakastinu sem hefur orðið alls 21 að bana í Bandaríkjunum að undanförnu. Björgunarsveitir reyndu í gær að koma á rafmagni til þeirra hundruð þúsunda sem urðu rafmagnslaus en rafmagn fór af um þrjú hundruð þúsund heimilum í Missouri fylki.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki tala við fjölmiðla enn um sinn

Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel. Sá þeirra sem var í haldi í á fimmta ár vill ekki segja sögu sína opinberlega enn um sinn.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í ofsaveðri

Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi.

Erlent