Fréttir

Fréttamynd

Tilboð MAN í Scania fellt

Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Alfesca yfir væntingum

Matvælafyrirtækið Alfesca skilaði 1,8 milljóna evra tapi á síðasta rekstrarári, sem hófst í júlí í fyrra en lauk í enda júní. Þetta svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,3 milljónir evra eða 296 milljóna króna tap í fyrra. Afkoman er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda sem spáðu að tapið myndi nema rúmum 215 milljónum króna eða 2,4 milljónum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Foreldrar fá bréf um glannaskap barna sinna

Lögreglan á Akranesi sendir nú foreldrum ungra ökumanna, sem gerast brotlegir í umferðinni, bréf. Lögreglan segir mikið hafa borið á brotum ungra ökumanna og ekki hafa allir látið sér segjast þrátt fyrir afskipti lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Indverskir kommúnistar styðja Saddam

Um eitthundrað þúsund indverskir kommúnistar söfnuðust saman í Kalkútta, á Indlandi, í dag, til þess að mótmæla dauðdóminum yfir Saddam Hussein.

Erlent
Fréttamynd

Sótt í heita vatnið í kuldanum

Mikil notkun hefur verið á heitu vatni í kuldanum síðustu daga. Eftir hádegið í dag dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

35 stiga frost í Reykjavík

Það er víða mjög hvasst á landinu og sumstaðar mjög snarpar og hættulegar vindhviður, einkum á Kjalarnesi. „ Þegar ég reikna saman lofthitann í borginni sem er um -6 stig og vindhraða um 13 m/s þá jafngildir vindkælingin því að vera í 35 stiga frosti í logni“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

Innlent
Fréttamynd

Orð umhverfisráðherra kalla á skýra loftlagsstefnu

Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð umhverfisráðherra, á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í morgun, kalla á skýra loftslagsstefnu til langs tíma. Þetta felur meðal annars í sér að setja þarf tímasett markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

Síróp á vegi gegn hálku

Norðmenn eru að byrja að sprauta sírópi á vegi sína, til þess að koma í veg fyrir hálku. Sírópið er blandað megnesíum klóríði og verndar vegina allt niður í sextíu og fimm gráðu frost.

Erlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverð lækkaði vestanhafs

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar en helsta ástæðan er verðlækkun á eldsneytisverði og raforkuverði. Þetta er meiri lækkun en greiningaraðilar bjuggust við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Simpson sagður viðurkenna morðin, í nýrri bók

O.J. Simpson hefur skrifað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði farið að því að myrða fyrrverandi eiginkonu sína og ástmann hennar, EF hann hefði gert það. Titill bókarinnar er "Ef ég gerði það, svona gerðist það." Útgefandi bókarinnar segir að hún líti á hana sem játningu.

Erlent
Fréttamynd

Runólfur segir upp störfum á Bifröst

Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða.

Innlent
Fréttamynd

MAN gerir óvinveitt tilboð í Scania

Þýski vörubílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hydro opnar skrifstofu á Íslandi

Fyrirtækið Hydro hefur opnað skrifstofu á Íslandi. Fyrirtækið hyggst þannig leita uppi og þróa ný ný umhverfisvæn viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu. Hydro hefur stundað viðskipti á Íslandi um nokkurra ára skeið bæði í tengslum við áliðnað og orkuvinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Víða slæmt ferðaveður

Óveður er á Kjalarnesi við Lómagnúp í Öræfasveit og við Kvísker. Mjög slæmt ferðaveður er á Austurlandi. Þungfært og stórhríð er á Mývatnsöræfum, á Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Oddskarði. Þungfært er á Skriðdal, snjóþekja og stórhríð er með ströndinni og lítið ferðaveður. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir rúma hálfa milljón fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar. Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögum send viðvörun vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur á síðustu fjórum árum sent 37 sveitarfélögum viðvörun, þar af þremur á þessu ári, vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, sem hófst í morgun, kallaði Halldór Halldórsson, nýkjörinn formaður þeirra, eftir því að þau fengju aukna hlutdeild í sköttum hins opinbera og nefndi fjármagnstekjuskattinn sérstaklega.

Innlent
Fréttamynd

SMS-íska og blog-íska ryðja sér til rúms

Hey mar, ammli, lol og hurru eru meðal algengra orða sem unglingar nota í daglegu máli. Breyting á málfari þeirra er að miklu leiti tilkomin vegna SMS skilaboða og notkunar á MSN þar sem hraði og form hafa mikil áhrif. Mest eru þetta styttingar á íslenskum orðum, eins og ammli og hurru, en þó er mikið mikið um skammstafanir úr ensku eins og lol(laughing out loud).

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir frysta Frakka

Tyrkland hefur fryst hernaðarsamvinnu við Frakkland, en segir að það muni engin áhrif hafa í Afganistan, þar sem tyrkneskir og franskir hermenn eru hlið við hlið í gæsluliði NATO.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Við skjótum þig í fótinn.“

Yfirvöld í Indónesíu hafa ráðlagt fólki að halda sig innan dyra þegar George Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur þangað í heimsókn í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Fékk þrjátíu daga í fangelsi fyrir að hafa fíkniefni innvortis

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi. Maðurinn var handtekinn við komuna frá Spáni hingað til lands í lok ágúst en hann hafði 219,69 grömm af hassi innvortis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 92.190 krónur í sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Engar viðræður um lausn ísraelska hermannsins

Samningaviðræður um lausn ísraelska hermannsins Gilads Shalits, sem liðsmenn Hamas rændu í júní síðastliðnum hafa legið niðri í tvær vikur að sögn talsmanns Hamas samtakanna. Talsmaðurinn sagði að Ísraelar hefðu hafnað kröfum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst umfram væntingar

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Þetta er þrisvar sinnum meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með enda talsverð aukning frá því í september en þá dróst velta í smásöluverslun saman um 0,4 prósent á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Móðurkviður rétthærri en frystigeymsla

Írskur dómstóll úrskurðaði í gær að frosnir fósturvísar hefðu ekki sama rétt til lífs og börn sem borin eru í móðurkviði. Kona nokkur höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum vegna þess að hún vildi nota fósturvísa sem höfðu orðið til meðan þau voru enn hjón.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent

Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umhverfismál ofarlega á baugi í Bandaríkjunum

Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag George W. Bush, bandaríkjaforseta, í umhverfismálum. Þeir segjast ætla að setja á hann pressu um að koma með lög sem takmarka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið.

Erlent