Fréttir

Fréttamynd

Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi við fimmtu tölur

Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt eftir að fimmtu tölur bárust nú klukkan níu. Búið er að telja 4900 atkvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdótti, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, er sem fyrr í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís tryggir sér áttunda sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, virðist hafa tryggt sér áttunda sætið á lista Samfylkingarinnar, en búið er að telja 4538 atkvæði af 4842. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er í sjötta sæti eins og þegar síðustu tölur voru birtar en Guðrún Ögmundsdóttir er á leið út af þingi.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Ríkharðsdóttir dotttin niður í sjötta sæti

Staðan í sætum 4-6 er fljót að breytast í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi því nú er Jón Gunnarsson einn í fjórða sæti, Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er komin niður í sjötta sæti, en hún var í fjórða sæti eftir fyrstu tölur. Búið er að telja 4300 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Kjörstöðum hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi lokað

Talning atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hófst klukkan fimm en flestum kjörstöðum í kjördæminu var lokað nú klukkan átta. Talning fer fram í Tryggvaskála á Selfossi og þar verða fyrstu tölur lesnar upp klukkan tíu. Til stendur að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjun nú á níunda tímanum en ekki ef verður fært í lofti verða atkvæðin flutt sjóleiðina.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngurráðherra vill skoða styttingu vegar á þremur stöðum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vill skoða styttingu þjóðvegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur á þremur stöðum, samtals um allt að tuttugu kílómetra, samkvæmt svari við fyrirspurn Halldórs Blöndals, fyrrverandi samgönguráðherra. Halldór segir hugmyndir Sturlu óraunhæfar, vegur um Stórasand sé miklu vænlegri leið tl styttingar.

Innlent
Fréttamynd

Jón og Ragnheiður jöfn í 4.-5. sæti

Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru jöfn í 4.-5. sæti þegar 3200 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturtkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Staðan óbreytt eftir þriðju talningu

Staðan átta efstu manna er óbreytt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar um 3200 af um 4800 atkvæðum hafa verið talin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið, Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Ákærur gegn Rumsfeld íhugaðar

Donald Rumsfeld, fráfarandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, gæti átt yfir höfði sér ákærur í Þýskalandi vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib og Guantanamo-fangelsunum.

Erlent
Fréttamynd

Halldór hættir sem framkvæmdastjóri VISA

Halldór Guðbjarnason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri VISA Ísland og hefur Höskuldur H. Ólafsson verið ráðinn í staðinn. Halldór segir starfslok sín í fullri sátt við fyrirtækið.

Innlent
Fréttamynd

Ásta Ragnheiður í sjötta og Steinunn í áttunda

Mikil tíðindi hafa orðið samkvæmt öðrum tölum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannessdóttir er komin í sjötta sætið og Steinun Valdís Óskarsdóttir í áttunda sætið en Kristrún Heimisdóttir í níunda sæti en var samkvæmt fyrstu tölum í sjötta.

Innlent
Fréttamynd

Össur í öðru og Jóhanna í þriðja - Ágúst Ólafur í fjórða

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur þegar 2200 atkvæði af 4800 hafa verið talin. Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður og Bjarni efst

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson alþingismaður skipa tvö efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmis, samkvæmt fyrstu tölum.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust á Reykjanesi

Rafmagnslaust varð á Reykjanesi eftir að eldingu sló niður í Suðurnesjalínu nú á sjötta tímanum. Rafmagn fór af í byggðum og af báðum virkjununum á Reykjanesi, Reykjanesvirkjun og virkjuninni í Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin beita neitunarvaldi gagnvart ályktun um Ísrael

Bandaríkin beittu í dag neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um ályktun þar sem árás Ísraelshers á íbúðabyggð í Beit Hanoun fyrr í vikunni er fordæmd og Ísraelar hvattir til að kalla herlið sitt frá svæðinu. 18 manns féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ráðherrar segja sig úr ríkisstjórn Líbanons

Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah-samtakanna og stuðningsflokksins Amal-hreyfingarinnar, hafa sagt sig úr ríkisstjórn Líbanons eftir að viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu fóru út um þúfur í dag. Kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins var hafnað og því slitnaði upp úr viðræðunum.

Erlent
Fréttamynd

Heildarafli dregst saman um 355 þúsund tonn

Heildarafli í lok október var ríflega 1,1 milljón tonna en það er 355 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var tæplega ein og hálf milljón tonna. Þetta kemur fram í tölum Fiskistofu. Samdráttur í afla milli ára stafar af minni loðnuafla í ár.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip fær nýtt frystiskip

Eimskip tók í dag við nýju frystiskipi sem hljóta mun nafnið Storfoss á morgun. Þetta er annað nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð samþykkir samning um sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðja tímanum í dag söluna á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins, en samningar þar að lútandi voru undirritaðir 1. nóvember síðastliðinn. Þetta þýðir að borgarstjórn á nú aðeins eftir að leggja blessun sína yfir samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist við vinnu við helluslípivél

Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsnæði BM Vallár á Bíldshöfða rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna vinnuslyss. Þar hafði maður slasast á brjóstkassa þegar hann klemmdist í svokallaðri helluslípivél. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en við rannsókn kom í ljós að meiðsli hans voru ekki mikil.

Innlent
Fréttamynd

Tvennt slapp vel í bílveltu við Kúagerði

Tvennt slapp án teljandi meiðsla þegar bíll valt á Reykjanesbraut til móts við Kúagerði laust fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn valt en báðir farþegar voru komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Bíllinn mun hins vegar vera nokkuð skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Vill leggja niður mannanafnanefnd

Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður og að lögboðið hlutverk nefndarinnar verði flutt til dómsmálaráðherra sem skera úr álitamálum sem upp kunni að koma í tengslum við nafngiftir og nafnritun.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 3100 hafa kosið hjá Samfylkingu í Reykjavík

Klukkan 14.45 höfðu 3118 kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar af eru 1087 utankjörfundaratkvæði. Sem fyrr segir er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal og lýkur kjörfundi klukkan 18 og þá verða fyrstu tölur birtar.

Innlent
Fréttamynd

Amfetamín líklega orsökin

Lausn ráðgátunnar um hvers vegna um 1.500 evruseðlar af ýmsum verðgildum molnuðu í sundur skömmu eftir að hafa verið teknir út úr hraðbönkum í Þýskalandi kann að vera fundin.

Erlent
Fréttamynd

Jeppar fuku út af Suðurlandsvegi

Lögreglan í Vík varar ökumenn við hálku og sterkum vindhviðum á Suðurlandsvegi austan við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í morgun á þessum slóðum þar sem að jeppabifreiðar fuku af veginum og skemmdust talsvert en engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Al-Kaída fagnar afsögn Rumsfeld

Í hljóðupptöku sem sögð er af ræðu Abu Hamza al-Muhajir, einnig þekktur sem Abu Ayyub al-Masri, höfuðsmaður al-Kaída hryðjuverkanetsins í Írak, lýsir hann ánægju sinni með afsögn Donalds Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Um 20 prósenta kjörsókn í Suðurkjördæmi á hádegi

Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var um 20 prósent upp úr hádegi en um 6000 manns eru á kjörkskrá. Töluvert er um nýskráningar í flokkinn en þar berjast 13 manns um sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Innlent