Fréttir

Fréttamynd

Phoenix sló út Lakers

Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir.

Sport
Fréttamynd

Íranar hóta að segja sig frá sáttmála

Íranska þingið hótaði í morgun að ríkið segði sig frá sáttmála um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna létu Vesturveldin ekki af þrýstingi sínum í þess garð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í fyrramálið um kjarnorkuáætlun Írans.

Erlent
Fréttamynd

Sjö leikmenn Tottenham með matareitrun

Flest bendir til þess að leik West Ham og Tottenham sem fram á að fara í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag verði frestað en sjö af leikmönnum Tottenham eru taldir vera með matareitrun. Beðið er nánari frétta af framvindu mála í herbúðum Tottenham sem ætti að liggja fyrir innan skamms en fulltrúar frá úrvalsdeildinni eru væntanlegir á hótelið þar sem liðið dvelur.

Sport
Fréttamynd

Bakslag í fasteignaviðskiptum

Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum.

Innlent
Fréttamynd

Togstreita milli Blair og Brown

Togstreitan á milli þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur náð nýjum hæðum eftir útreiðina sem Verkamannaflokkurinn fékk í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Laminn með brotinni flösku

Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu

Slökkvilið höfðuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt. Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu við Þverholt þar sem Klink og bank hefur aðstöðu. Mikill reykur var í húsinu og þurftu reykkafarar að hafa mikið fyrir því að finna eldsupptökin en þau reyndust vera í gámi inni í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag

Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum.

Innlent
Fréttamynd

DV birti ranga mynd með umfjöllun um kókaínsmygl

DV birti mynd af rangri stúlku með umfjöllun um kókaínsmygl í blaðinu í dag. Ritstjórinn harmar þessi leiðu mistök, en faðir stúlkunnar segir hana miður sín og að umfjöllunin geti skaðað feril hennar sem skíðakonu.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug átök í Basra

Til blóðugra átaka kom í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Fregnir herma að minnst 4 hermenn sem voru um borð hafi farist en það hefur ekki verið staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd

Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur.

Sport
Fréttamynd

Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir

Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði.

Innlent
Fréttamynd

Enn loga eldar í Noregi

Skógareldar loga enn á eyjunni Sotru í Noregi og óvíst hvenær slökkviliðsmönnum tekst að ráða niðurlögum þeirra. Flytja þurfti um sjötíu manns frá heimilum sínum í nótt af ótta við að eldarnir myndu læsa sig í heimili þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Mourinho í Brasilíu

Heimsókn Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea niður til Brasilíu á fimmtudag hefur valdið heilmiklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum. Mourinho var viðstaddur stórleik brasilíska liðsins Corinthians og argentínska stórliðsins River Plate í suður-ameríkubikarnum. Altalað er um að hann hafi verið að fylgjast með eftirsóttasta sóknarmanni álfunnar, hinum argentínska Carlos Tevez sem leikur með Corinthians.

Sport
Fréttamynd

Notts County hársbreidd frá falli í utandeildina

Guðjón Þórðarson var aðeins hársbreidd frá því að falla niður í ensku utandeildina í knattspyrnu með lið sitt Notts County í dag en lokaumferð deildarinnar var leikin í dag. Liðið bjargaði sér frá falli úr 2. deild með því að gera 2-2 jafntefli við Bury sem náði 2-0 forystu í leiknum. Þess í stað féll Stockford úr deildinni með jafnmörg stig og Notts County sem hefur betri markatölu.

Sport
Fréttamynd

Bo van Pelt með forystu

Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk

Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Bayern Munchen þýskur meistari

Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen.

Sport
Fréttamynd

Anderlecht belgískur meistari

Anderlecht tryggði sér í gærkvöldi belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu í 28. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 3-0 sigur á Zulte Waregem. Standard Liege sem varð í 2. sæti missteig sig í titilbaráttunni á sama tíma með því að tapa heimaleik gegn Ghent, 0-2.

Sport
Fréttamynd

Þrjú mörk komin í Minsk

Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki.

Sport
Fréttamynd

Íraksstríði mótmælt með nýstárlegum hætti

Íraksstríðinu var mótmælt með sérstæðum hætti í Mexíkóborg í gær. Friðarsinnar stilltu upp 1500 leikfangahermönnum fyrir utan bandaríska sendiráðið til að mótmæla stríði og biðja um frið.

Erlent
Fréttamynd

Vinsælir Marcosar minnka

Um það bil 1000 vinstrisinnar gengu um götur smábæjar í Mexíkó í gær til að mótmæla aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum um miðja viku. Einn féll þá og fjölmargir særðust. Marcos, hinn grímuklæddi skæruliðaforingi Zapatista, leiddi gönguna.

Erlent
Fréttamynd

Alonso með besta tímann í tímatökum

Spánverjinn Fernando Alonso á Renault verður á ráspól í Evrópukappakstrinum í Nürburgring í Formúlu 1 kappakstrinum á morgun en tímatökunni lauk nú upp úr hádegi. Michael Schumacher á Ferrari varða annar og félagi hans, Felipa Massa varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig.

Sport
Fréttamynd

Átök í Basra

Til átaka kom milli hermanna og íbúa í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Minnst tveir hafa fallið í átökum en fjórir hermenn fórust þegar þyrlan var skotin niður.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar í Noregi

Skólgareldar kviknuðu á tveimur stöðum í og við Björgvin í Noregi í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn á öðrum staðnum á meðan enn logar á hinum. Flytja þurfti um 70 manns frá heimilum sínum um miðja nótt.

Erlent
Fréttamynd

Stoke selt

Í gær samþykktu íslensku fjárfestarnir í enska knattspyrnuliðinu Stoke City að selja félagið breska kaupsýslumanninum Peter Coates. Peter Coates var hæstráðandi hjá Stoke á árunum 1985-1999 þegar hópur íslenskra fjárfesta keypti hluti hans í félaginu. Eftir kaupin hélt Coates sæti sínu í stjórninni.

Sport