Skotárásir í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“

Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti.

Erlent
Fréttamynd

Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi

Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Þrír dánir og tveir særðir eftir skothríð í byssubúð

Maður skaut tvo til bana í byssubúð og skotsvæði í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Hann er sagður hafa gengið þar inn og hafið skothríð og var árásarmaðurinn sjálfur skotinn til bana þegar starfsmenn og viðskiptavinir verslunarinnar hófu sjálfir skothríð.

Erlent
Fréttamynd

Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja handtaka Rittenhouse aftur

Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps

Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur

Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina.

Erlent
Fréttamynd

Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli

Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin

Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor

Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir.

Erlent
Fréttamynd

Skutu Reinoehl til bana við hand­töku

Lögreglumenn í Washinton-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna skutu til bana mann sem var grunaður um að hafa drepið hægriöfgamanninn Aaron Danielson í óeirðunum í Portland í Oregon um síðustu helgi.

Erlent