Íslensk tunga

Fréttamynd

Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill „svartan fössara“

Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskan er hafsjór

Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert

Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson

Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskan glímir við ímyndarvanda

Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska á að sameina ekki sundra

Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Innlent
Fréttamynd

Orð og kyn

Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera

Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Innlent
Fréttamynd

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku

Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Innlent
Fréttamynd

Vald­efling raddarinnar

Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul.

Skoðun