Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 15:59 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“ Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“
Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00
Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40