Sífellt erfiðara fyrir almenning að eignast þak yfir höfuðið Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign. Umræðan 4.4.2025 09:34
ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Viðskipti innlent 3.4.2025 19:50
Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Innlent 28.3.2025 21:00
Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent 25.3.2025 09:17
Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18. mars 2025 11:30
Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Ríkistjórnin ákvað á fundi sínum í dag að að halda áfram stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu munu áfram njóta nauðsynlegs stuðnings. Innlent 18. mars 2025 11:05
16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Innlent 15. mars 2025 20:05
Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Fólkið í Neðra Breiðholtið mótmælir stúdentaíbúðum sem er verið að fara að byggja þar sem nú er leiksvæði barnanna í hverfinu. Það er verið að skemma túnið fyrir krökkunum að leika sér úti. Þar er núna m.a. hoppubelgur og brekka þar sem hægt er að renna sér á veturna. Skoðun 15. mars 2025 13:00
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun í íbúðauppbyggingu og þjónustu fyrir þau sem bera gæfu til að eldast. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Skoðun 15. mars 2025 09:31
Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 14. mars 2025 23:33
Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar. Innlent 14. mars 2025 11:40
Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13. mars 2025 16:29
Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. Viðskipti 13. mars 2025 15:34
Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Innlent 12. mars 2025 19:19
Skipulagður skortur Hlutverk sveitarfélaga er að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði, hagkvæmri húsnæðisuppbyggingu og -öryggi. Ljóst er að skipulagsyfirvöld hafa frekar beint sjónum að öðrum markmiðum eins og samgöngum og þéttingu byggðar. Það eru að sönnu mikilvæg markmið en þau réttlæta ekki að sveitarfélögin vænræki helstu skyldur sínar og sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu. Umræðan 11. mars 2025 09:15
„Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Eitt af forgangsverkum nýs meirihluta í borgarstjórn er að finna íbúum hjólhýsa nýtt svæði innan borgarmarkanna og verður umhverfis- og skipulagsráði falið að finna staðinn. Sem stendur halda íbúarnir til á iðnaðarsvæði á Sævarhöfða. Innlent 8. mars 2025 20:53
Íbúðaskorturinn veldur því að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi“ Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“ Innherji 7. mars 2025 11:38
Þróun á fasteignamarkaði eykur verulega misskiptingu auðs á Íslandi Þróunin á fasteignamarkaði undanfarin ár, sem hefur einkennist af lóða- og íbúðaskorti og vaxandi erfiðleikum yngra fólks við að eignast þak yfir höfuðið, hefur breytt samfélagi okkar til verri vegar. Eignastaðan á fasteignamarkaði ræður því hvort íslenskur almenningur hefur efnahagslega stöðu á síðari hluta ævinnar til að styðja sína afkomendur og bæta lífsgæði sín. Þróunin á fasteignamarkaði leiðir til þess að bilið breikkar hratt á milli þeirra sem eiga og eiga ekki. Umræðan 7. mars 2025 10:05
Meirihluti fólks á barneignaraldri verði brátt „leiguliðar þeirra sem eldri eru“ Á undanförnum tveimur áratugum hefur hlutfall íbúða í eigu fólks á barneignaraldri lækkað talsvert á sama tíma og það fjölgar verulega í hópi þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri sem fjárfesta í íbúðum til viðbótar þeirri sem þeir búa í, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags. Samkvæmt gögnum sem hann hefur dregið fram má sjá að öll aukningin í viðbótaríbúðum sem hafa bæst á markaðinn á því tímabili hafa farið til þeirra sem eldri eru. Innherji 5. mars 2025 12:08
Stórfelld tilfærsla fasteigna milli kynslóða Á sama tíma og þeim fækkar hratt sem eiga eigið húsnæði og eru undir fimmtugu fjölgar stórlega í hópi þeirra sem eru yfir fimmtugu og eiga tvær íbúðir eða fleiri. Umræðan 5. mars 2025 10:24
Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. Innlent 25. febrúar 2025 17:35
„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Hátt í þrjátíu prósent leigjenda á Íslandi búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sem er vel yfir meðaltali innan OECD. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætlar að leiguverð muni halda áfram að hækka á næstu misserum. Skammtímaleiga er meðal þess sem skýrir hærra leiguverð en nær fimmta hver íbúð í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 13:02
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Skoðun 25. febrúar 2025 10:01
Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. Neytendur 25. febrúar 2025 10:01
Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Innlent 24. febrúar 2025 20:00