Sýrland

Fréttamynd

Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins

Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða

Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Óléttri konu með smábarn vísað úr landi

Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti.

Innlent
Fréttamynd

Rússnesk kosning í Sýrlandi

Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 

Erlent