Sýrland

Fréttamynd

Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi

Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah.

Erlent
Fréttamynd

Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða

Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Tugir farandfólks fórust undan ströndum Sýrlands

Leitarlið hefur fundið 71 lík eftir að bátur með á annað hundrað farandfólks sökk undan ströndum Sýrlands í gær. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en tuttugu manns hafa fundist á lífi til þessa og verið fluttir á sjúkrahús í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi

Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran.

Erlent
Fréttamynd

Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand

Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði

Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum. Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári. Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í Aleppo.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins

Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða

Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Erlent