Frakkland Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Erlent 28.12.2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38 EastJet flýgur til Basel og Lyon Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin. Viðskipti innlent 19.12.2024 12:26 Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Erlent 19.12.2024 08:55 Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Erlent 19.12.2024 06:38 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. Erlent 18.12.2024 14:20 Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31 Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34 Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14 Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur opinberað nýjan forsætisráðherra. Sá er Francois Bayrou og er leiðtogi hins miðjusinna flokks MoDem. Erlent 13.12.2024 11:55 Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Fastlega er búist við því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynni um það í dag hver verði næsti forsætisráðherra Frakka. Erlent 13.12.2024 07:29 Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Erlent 5.12.2024 22:59 Franska ríkisstjórnin fallin Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Erlent 4.12.2024 20:20 Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Erlent 3.12.2024 11:03 Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Töluverðar líkur eru nú taldar á því að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, á miðvikudag vegna andstöðu við fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar hans. Erlent 2.12.2024 12:23 Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember. Erlent 29.11.2024 13:57 Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Erlent 29.11.2024 13:33 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10 Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Erlent 27.11.2024 14:47 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Erlent 26.11.2024 06:43 Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48 Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Fótbolti 15.11.2024 09:01 Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Saksóknarar í París hafa farið fram á að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, verði dæmd í fimm ára fangelsi og útilokuð frá því að bjóða sig fram í opinbert embætti í fimm ár. Erlent 14.11.2024 07:04 Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Í síðasta þætti af Gulla Byggi var haldið áfram að fylgjast með stærsta verkefninu í sögu þáttanna. Um er að ræða höll sem arkitektinn Björn Björnsson fjárfesti í á dögunum. Höllin var byggð árið 1435 í Frakklandi. Lífið 12.11.2024 10:31 Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Erlent 6.11.2024 08:46 Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Erlent 4.11.2024 17:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 43 ›
Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Erlent 28.12.2024 22:54
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38
EastJet flýgur til Basel og Lyon Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin. Viðskipti innlent 19.12.2024 12:26
Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Erlent 19.12.2024 08:55
Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Erlent 19.12.2024 06:38
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. Erlent 18.12.2024 14:20
Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34
Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14
Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur opinberað nýjan forsætisráðherra. Sá er Francois Bayrou og er leiðtogi hins miðjusinna flokks MoDem. Erlent 13.12.2024 11:55
Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Fastlega er búist við því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynni um það í dag hver verði næsti forsætisráðherra Frakka. Erlent 13.12.2024 07:29
Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Erlent 5.12.2024 22:59
Franska ríkisstjórnin fallin Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Erlent 4.12.2024 20:20
Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Erlent 3.12.2024 11:03
Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Töluverðar líkur eru nú taldar á því að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, á miðvikudag vegna andstöðu við fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar hans. Erlent 2.12.2024 12:23
Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember. Erlent 29.11.2024 13:57
Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Erlent 29.11.2024 13:33
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10
Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Erlent 27.11.2024 14:47
Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Erlent 26.11.2024 06:43
Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48
Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Fótbolti 15.11.2024 09:01
Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Saksóknarar í París hafa farið fram á að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, verði dæmd í fimm ára fangelsi og útilokuð frá því að bjóða sig fram í opinbert embætti í fimm ár. Erlent 14.11.2024 07:04
Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Í síðasta þætti af Gulla Byggi var haldið áfram að fylgjast með stærsta verkefninu í sögu þáttanna. Um er að ræða höll sem arkitektinn Björn Björnsson fjárfesti í á dögunum. Höllin var byggð árið 1435 í Frakklandi. Lífið 12.11.2024 10:31
Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Erlent 6.11.2024 08:46
Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Erlent 4.11.2024 17:29