Landbúnaður

Fréttamynd

Vig­dís fyrir­gefur Sigurði eftir fund þeirra

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna rækta bændur ekki meira korn á Ís­landi?

Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðsu og manneldis, og eru birgðargeymslur Íslendinga agnarsmáar.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar gleðin dó í Fram­sóknar­húsinu

Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið.

Innlent
Fréttamynd

Mjólkur­vörur hækka aftur í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl.

Neytendur
Fréttamynd

Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum

Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar ó­heppi­legt“

„Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri

Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sýnn land­búnaður

Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrar fullyrðingar um fæðuöryggi

Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu

Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Um land­búnað og fæðu­öryggi á ó­vissu­tímum

Þann 16. mars efndi CSIS til pallborðsumræðna í streymi um fæðuöryggi í ljósi stríðsins í Úkraínu. Í hópi þátttakenda voru aðstoðarráðherra landbúnaðar og matvæla í Úkraínu og aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) auk sérfræðinga á sviði fæðuöryggis og stefnumótunar.

Skoðun
Fréttamynd

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn

Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu

Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Aldís og Guðrún eru lambadrottningarnar í Skarði

Gimbrarnar Aldís og Guðrún eru lambadrottningar á bænum Skarði í Landsveit en þær komu í heiminn í gær þegar það var vorjafndægur. Skarð er stærsta fjárbú á Suðurlandi með um ellefu hundruð fjár. Um átján hundruð og fimmtíu lömb munu fæðast á bænum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans

Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Lífið
Fréttamynd

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli

Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt (staðfest)

Nýtt upprunamerki fyrir íslensk matvæli, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Því er ætlað að fræða neytendur, sem eru sagðir vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru. 

Neytendur
Fréttamynd

Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp

Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi

„Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík.

Lífið